Kyrrðarbænanámskeiðið sem haldið var í Lindakirkju heppnaðist sérdeilis vel en fullt var á námskeiðinu. Í framhaldi af námskeiðinu verða kyrrðarstundir frá 17:15 -17:45 á mánudögum frá og með mánudeginum 24. mars. Þau sem vilja kynna sér kyrrðarbænina geta mætt korteri fyrr eða kl. 17:00 og fengið leiðsögn í kyrrðarbæn. Grétar Halldór Gunnarsson veitir leiðsögnina og heldur utan um kyrrðarbænastundirnar í Lindakirkju.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá námskeiðinu.