Um síðustu helgi stóð Lindakirkja fyrir gospelnámskeiði sem Óskar Einarsson, tónlistarstjóri kirkjunnar, hafði mestan veg og vanda að. Milli 70 og 80 manns sóttu námskeiðið og var æft stíft frá föstudagskvöldi, allan laugardaginn og svo seinnipart sunnudags. Námskeiðinu lauk með tónleikum í Lindakirkju sunnudagskvöldið 13. mars þar sem þátttakendur í námskeiðinu skipuðu risastóran gospelkór sem söng við undirleik hljómsveitar. Margir einsöngvarar hófu upp raust sína en fremst meðal jafningja var sérstakur gestur tónleikanna, Regína Ósk. Tónleikarnir voru afar vel sóttir en ágóðinn af þeim rennur allur til hljóðfærakaupa í Lindakirkju.

5523885761_4da230e89c_z